Skilmálar

Greiðslufyrirkomulag

Alla pakkaferðir þarf að staðgreiða að fullu við pöntun.  Tekið er á móti greiðslum með kreditkortum í gegnum öruggt greiðslusvæði þar sem kortanúmer eru dulkóðuð. Tekið skal fram eventferdir.is geymir ekki né tekur á móti kortanúmerum, allar slíkar upplýsingar fara í gegnum öruggt greiðslusvæði hjá viðurkenndum þjónustuaðila. Einnig er hægt borga með því að millifæra í gegnum banka/heimabanka.  Eventferdir.is áskilur sér rétt að staðfesta pöntun símleiðis.

Afgreiðsla á vörum

Eftir að viðskiptavinur hefur greitt og gengið frá pöntun á eventferdir.is fær hann staðfestingu um pöntunina á tölvupósti ásamt nánari upplýsingum um pakkann hótel o.fl.  Eigi síðar en þremur dögum fyrir dagsetningu viðburðar er sendur tölvupóstur á viðskiptavini með nánari upplýsingum um afhendingu miða o.fl.

Miðar á viðburði eru annað hvort afhentir ræfrænt í tölvupósti þremur dögum fyrir dagsetningu viðburðar, á hóteli við komu, sóttir á leikvangi eða á fyrirfram uppgefnum stað.  Allir aðgöngumiðar eru frá viðurkenndum þjónustuaðilum viðkomandi félags/tónleikastaðar.

Leikdagar í ensku úrvalsdeildinni geta breyst vegna sjónvarpsútsendinga eða árekstra við leiki í annarri keppni, t.d. FA Cup, deildarbikar og evrópukeppni. Mikilvægt er að gera ráð fyrir þessum tilfærslum þegar pakki er keyptur. Eventferdir.is tekur ekki ábyrgð að á að leikur verður færður.

Samkvæmt starfsreglum gististaða hafa hótel leyfi til að yfirbóka gistirými til að mæta eðlilegum afföllum í pöntunum. Örsjaldan kemur sú staða upp að gististaðir hafa ekki pláss fyrir alla þá viðskiptavini er eiga staðfestar pantanir. Gististaðir eru þá skyldugir til að útvega þeim viðskiptavinum, sem ekki fá inni, sambærilegan eða betri gististað. Þar sem ferðaskrifstofan er umboðsaðili ber hún ekki ábyrgð á yfirbókunum gististaða, en aðstoðar farþega að sjálfsögðu eftir föngum.  Eventferdir.is notar aðeins viðurkenndar hótelkeðjur.

Persónuupplýsingar

Eventferdir.is afhendir hvorki persónuupplýsingar né netföng til þriðja aðila. Þau netföng sem skrá sig á póstlista eventferdum.is eru eingöngu notuð til að senda notendum upplýsingar um tilboð og upplýsingar um viðburði.

Aðrir skilmálar

Vinsamlegast athugið að allar upplýsingar og verð á heimasíðu eventferdir.is eru birtar með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl.  Eventferdir.is áskilur sér rétt til að bakfæra pöntun og endurgreiða að fullu ef villa er í lýsingu á pakka.

Lög og varnarþing

Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra skal reyna að leysa það í sátt utan dómsstóla en annars yrði málið rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Um eventferdir.is

Eventferdir.is er rekið af CashCo ehf, kt 670418-0810, Jónsgeisla 7, 113 Reykjavík og er hægt að hafa samband í gegnum netfangið info@eventferdir.is