Um okkur

Event ferðir er ferðaskrifstofa á netinu sem býður upp á pakkaferðir á fótbolta og tónleika viðburði erlendis.

Event ferðir er með ferðaskrifstofuleyfi og tryggingu frá Ferðmálastofu og fjársterka bakhjarla til að trygga reksturinn. Event ferðir leggur áherslu á gæði og öryggi og stundar einungis viðskipti við viðurkennda og reynslumikla birgja.

Innifalið í okkar pökkum er miði og hótel. Allir okkar miðar eru keyptir beint af viðkomandi félagi/tónleikastað og fylgir í flestum tilfellum aðgangur að Lounge-i fyrir og eftir leik. Eins og er bjóðum við ekki uppá ferðir með flugi og farastjórum en bendum okkar viðskiptavinum á að kaupa flug beint af þeim fjölmörgum flugfélögum sem fljúga til og frá Keflavík eins og Icelandair, Easy yet, Wizz air, British Airways, o.s.frv.  Einnig er hægt að nota heimasíður eins og Dohop.is, Skyscanner.com o.fl. til að finna hentugasta flugið hverju sinni. Event ferðir geta aðstoðað við að finna hentugt flug gegn vægu gjaldi (info@eventferdir.is)

Þegar búið er að bóka ferð þá fá viðskiptavinir sendan tölvupóst með staðfestingu, greiðslukvittun og nánari upplýsingum um pakkann. Í flestum titilfellum eru miðar á rafrænu formi sem sendir eru í tölvupósti nokkrum dögum fyrir viðburð. Annars eru miðar afhentir á viðkomandi hóteli eða á fyrirfram ákveðnum stað í viðkomandi borg.

Rekstraraðili Event ferða er CashCo ehf, Jónsgeisla 7, 113 Reykjavík, netfang info@eventferdir.is